Leita í fréttum mbl.is

Vinur minn er snillingur

Vinur minn, Sigurgeir Orri, er hugmyndaríkur kappi, góður kokkur, drenglyndur og traustur vinur.  Hann var mér lengi vel fyrirmynd í öllum mínum prakkarstrikum frá 10-14 ára en þá hætti ég að vera prakkari, en hann hélt áfram og er enn að gera e-h af sér, sem ekki verður fært til bókar hér.  En hann er líka eldklár kvikmyndaframleiðandi og í gær var ég að rifna úr stolti yfir nýjasta afreki hans, en ég horfði ásamt tæplega 200 manns á nýjasta meistarastykki hans, sem er heimildamynd um sögu Alfreðs Elíassonar og Loftleiðaævintýrið.  Ég er er búinn að fylgjast með gerð myndarinnar undanfarin misseri, og útkoman var algjör snilld, útfærslan góð, því efnið er vandmeðfarið að mörgu leyti.  Hann náði að gera sögunni einstaklega góð skil og framsetningin er afar grípandi og minnistæð og margir skemmtilegir viðmælendur sem krydda frásagnir.  Í raun ætti að sýna myndina strax í sjónvarpi landsmanna, því myndin sýnir svo mikla dirfsku, áræðni og kjark örfárra manna á erfiðum tímum.  Tímum sem einkenndust af höftum, spillingu, gjaldeyrisskömmtun og annarri fyrirstöðu fyrir einkaframtaki kraftmikilla einstaklinga sem létu sér ekki segjast, þ.e. létu ekkert stoppa sig, þvert á móti elfdust sögupersónunar við hverja þolraun og breyttu miklu í sögunni í miklu pólitísku andstreymi.  TIL HAMINGUJU MEÐ FRÁBÆRA MYND, kæri vinur.  Bleik rós í hnappagatið
orri_690082

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég þakka hlý orð í minn garð. Kærar þakkir! Nú veistu hvað ég hef verið að bauka við allan þennan tíma, en margir héldu að þetta væri bara dautt og grafið dæmi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.12.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Ég hef aldrei efast um þig og þín verkefni eitt andartak.  Síðasti efasemdamaðurinn er ekki ennþá fæddur!

Svavar Guðmundsson, 30.12.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

það er gaman að fá að vera bloggvinur í þessu "mutual admiration society, en ég hef lengi fylgst með ferli Sigurgeirs og veit að hann getur, jafnvel þótt við deilum ekki smekk á James Joyce. En, sem betur fer er enginn fullkominn.

Ég, hins vegar, lifði þessa tíma hafta, spillingar og gjaldeyrisskömmtunar. Ekki á eigin skinni en i návígi. Faðir minn var einn af þessum eldhugum sem tókust á við þetta "pólitíska andstreymi" sem þú nefnir. Þessar aðstæður eru mér enn í minni og eru hluti af því sem gerir mig það sem ég er í dag.

Ég mun gera mér far um að sjá myndina þegar tækifæri gefst.

Ragnhildur Kolka, 31.12.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svavar Guðmundsson
Svavar Guðmundsson

Lífið er brekka, en um leið og maður setur í hlutlausan þá rennur maður afturábak

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband