26.5.2009 | 09:54
Byrjunin lofar ekki góðu, tók 6 mánuði að finna út hvar hann væri EKKI með skrifstofu
Ég er einn þeirra sem fylgist óhjákvæmilega með gríðarmiklum fréttaflutningi af húsleitum sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á kaupum Sheik Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Eitt atriði hefur vafist nokkuð fyrir mér og það er húsleitin í Samskipum. Samkvæmt fjölmiðlum virðast lögreglumennirnir sem fóru inn í Samskip hafa frétt það hjá starfsmönnum Samskipa að Ólafur Ólafsson hefði ekki skrifstofu í þar. Þeir hafi því yfirgefið svæðið með það sama. Ég spyr því: Þurfti sérstakur saksóknari ekki að koma með rökstudda kröfu um húsleit hjá Samskipum til að fá húsleitarheimild? Hvernig stendur á því að eftir margra vikna eða mánaða undirbúningsvinnu rannsóknarhóps sérstaks saksóknara hafi menn ekki vitað hvar Ólafur er með skrifstofu? Og jafnframt, að ef að Ólafur var ekki einu sinni með skrifstofu hjá Samskip, hver voru þá rökin fyrir húsleitinni þar. Var verið að blekkja dómarann, eða höfðu menn ekki fyrir því að kanna hvar maðurinn er með skrifstofu?
Einhver sagði að þessi viðskipti Kaupþingsmanna við Sjeikinn væru mjög flókin. Í því ljósi lofar þessi byrjun sérstaks saksóknara ekki góðu. En fall er vonandi fararheill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 19:35
Fara þá ekki innheimtufyrirtækin á vanskilaskrá!
Fara þá ekki innheimtufyrirtækin á vanskilaskrá, þegar þau missa tekjur sínar næstu misserin. Nógu djöf... hafa þau gengið hart að fólki, sl. mánuði, ásamt því að leggja prósentu innheimtuþóknun af skuldum oná skuldina. (sem er ekki heimilt frá 1.feb). Það yrði nú fínt og fyndið ef Intrum, Momentum og sambærilegir kollegar lentu á vanskilaskrá Lánstrausts!
Nú hefur það komið fram í umræðum og yfirlýsingum bankanna o.fl. að kröfuhafar gömlu bankanna, þ.e. erlendir kröfuaðilar fái ekki nema 20-30% upp í kröfur sínar á gömlu bankana. Eignir þeirra rýrnuðu til heljar, með miklum afskrifum o.s.frv. þegar menn opnuðu bækurnar. Með öðrum orðum, bankarnir gömlu ætla ekki að borga skuldir sínar, þess í stað færðu þeir eignir "sínar", sem eru skuldir okkar lántakenda hjá gömlu bönkunum, yfir í nýju bankanna og ganga hart fram í því að berja á okkur til greiðslu á því sem þeir telja að við skuldum þeim "eignir"sínar. Það verður að líta á þá staðreynd að þetta er til frumvarp er til mikilla bóta, þó ég hafi ekki verið hrifinn af þessu stjórnarmynstri í upphafi, en hverjir komu okkur í þetta? Það er greinilega verið að gera eitthvað áþreifanlegt, sem léttir lund landans. Persónulega vildi ég semja sjálfur við kröfuhafa gömlu bankanna og bjóða þeim mun betur en það sem þeim hefur verið boðið hingað til. Ég er til í að bjóða þeim 40-45% af kröfum þeirra í "eignum" mínum. Bjóði aðrir betur. Ég hlýt að standast aðþjóðlegt álagspróf þessara aðila, fyrst gömlu bankarnir stóðust það 12. september, 20 mínútum fyrir hrun, sem bankaverktakinn Fjármálaeftirlitið ehf, tók að sér að framkvæma fyrir þá, SVART.
Svigrúm skuldara aukið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 11:16
Skortur á skorti...........á hverju
Fyrir utan Toyota eru fleiri hundruð óseldir bílar, enda bílaumboð. Hvað með það þó stjórinn hafi sama bílinn áfram til afnota, þarf e-h að vera eyða tímanum í eigendaskipti þegar engir kaupendur eru af svona bílum í dag. Spurning sem ég spyr mig hins vegar hvernig í ósköpunum veit þessi starfsmaður um ráðningarkjör forstjórans og hans samningstöðu gagnvart eigendum fyrirtækisins. Það er spurning sem fréttamaðurinn hefði átt að spyrja. En við getum ekki ætlast til alls. Því miður kom þessi ágæti bifvélavirki sér sjálfur í þessa aðstöðu.
Bloggari rekinn fyrir skrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 11:53
Aðferðafræði stjórnmálamanna
Ég er mjög hlynntur hvalveiðum og að hvalastofninn verði nýttur líkt of aðrar sjávarnytjar, fæðukeðjan er rofin, og hvalirnir eru efstir í henni. En það að Einar K. skuli hafa gefið út reglugerðina á útleið úr ráðuneytinu, kortéri fyrir brottför, lýsir vængbrotnu og spilltu stjórnkerfi, sem við höfum búið við í áratugi. Kannski er það, það sem við þurfum nú með þessari vinstristjórn að skapa ákveðið ójafnvægi í stjórnmálum og þ.a.l. stjórnsýslunni. Ímyndið ykkur Kolbrúnu Halldórs, sem sjávarútvegsráðherra, ég veit svo sem að það verður aldrei, en það er gott að láta ímyndunaraflið fara með sig út í ystu öfgar, til að geta hlegið. Hún verður sennilega umhverfisráðherra, þó svo mætti loka því ráðuneyti tímabundið að mínu mati.
Steingrímur og hans fólk hafa verið í stjórnarandstöðu svo lengi sem elstu menn muna, komast loks að þegar þjóðin er orðin gjaldþrota, segir þetta okkur e-h um stefnu þess flokks. Ég efast ekki um annað en að hann sé afar hungraður þessa dagana, við sjáum hvað hann gerir sem fjármálaráðherra, mér finnst fórnarkostnaðurinn í þessu stjórnmálabrölti óheyrilegur í ljósi pólitískra sérhagsmuna og algjörlega ósveignalegu embættismannakerfi og ónýtri stjórnsýslu.
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 15:47
Var að segja upp stöð 2
Þetta er gjörspillt samfélag, þarna er verið að reka einu mennina sem þora að segja e-h, þ.e. tala mannamál og taka á svokölluðum "viðkvæmum" málum í vinsælum þætti. Ætlar þessi Baugsstöð bara sýna Simpson, matreiðsluþætti og Idolið í framtíðinni. Þvílíkt pakk.
Ég geri orð Geirs lina að mínum, Guð blessi Ísland, sennilega var Geir að segja þessi orð alllangt fram í tímann því ég held að hann hafi "séð" upplausnina sem ríkir í dag þegar hann lét þessi orð falla.
Hver á Stöð 2 (Jónskyr).
Uppsögnin er hér að neðan.
Sæll Svavar,
Hér með staðfestist að Svavar Guðmundsson, kt. xxxxxx-xxxx, hefur sagt upp áskrift.
Uppsögnin mun taka gildi þann 5.mars.
Kv.
Haukur Skúlason
þjónustufulltrúi þjónustusviðs
Sími/Tel: 512-5100
haukurs@365.is
Kompás lagður niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 18:08
Sameinum Vanskilaskrá og Þjóðskrá
Nú þegar þjóðin virðist ætla sökkva dýpra og dýpra samanber alla þessa misvitru hagfræðinga (hagfræðin er sennilega ofmetnasta fræðigrein í heimi). Ég vissi ekki að til væru svona margir hagfræðingar fyrr en eftir að kreppan skall á, það heyrðist ekkert í þessum spéfuglum fyrir kreppu, enda segir hagfræðin okkur ekkert fyrirfram. Síðan bætast orð Geirs Harða nýverið um dýpkun kreppunar, er ekki úr vegi að fara leita leiða til hagræðinga. Sbr. grein í Fréttablaðinu í gær fjölgar fölki á vanskilaskrá hérlendis hraðar en sandkornunum í fjörunni, væri hægt að sameina þessar tveir skrár, þó ég viti að vankilaskrá er einkarekið apparat, en þær hljómar sexý saman þessar skrár.
Því miður eiga mótmælin hérlendis eiga einungis eftir að aukast og kreppan eftir að dýpka. Ég persónulega hef tekið upp hentifánastefnuna ( líkt útgerðir o.fl. flögguðu sínum skipum vegna andleysis ríkisins og fékk ríkið þ.a.l. engin skráningargjöld). Nú geri ég einungis það sem hentar mér best. Hvort sem það er að borga skuldirnar eða yfirgefa samkvæmið eða e-h annað. Pólitíkusarnir hafa einungis gert það sem þeim hentar best með því að gera ekki neitt. Fjárglæframógúlarnir gerðu það sem þeim hentaði best, hirtu úr sjóðunum með að kaupa í eigin fyrirtækjum, hagræddu efnahag bankanna með dulbúnu eigin fé, os.frv. stofnuðu allskonar furðufata-fyrirtæki til að kaupa í eigin félögum sem bankarnir þeirra lánuðu skriiljónir í.
Ég legg það til að fólk taki upp hentifánastefnuna, með því að hengja hvíta/bleika tusku á loftnetið á bílunum sínum, fengi heimsathygli ef allir (næstum allir) væru með veifu, hentifánaveifuna á rándýra skrjóðnum sýnum, en þeir eru orðnir svo verðmætir eftir lánin á þeim hækkuðu um 100%, þannig getur maður sagt, ég á rándýran bíl, ég skulda skrilljón í honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2008 | 10:00
Vinur minn er snillingur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2008 | 20:55
eru til 0% vextir
Þetta er afar sérstakt frávik. Allt er mögulegt í Bandaríkjunum eins og sagan sýnir. Bandaríkin eru sennilegast mest sveigjanlegasta hagkerfi heimsins. Engin fyrirvari á uppsögnum, né ráðningum og 0% vaxtastig.
Tökum þá okkur til fyrirmyndarog lækkum vexti hér í einum grænum. Munurinn á okkur og USA er sennilega að þeir framleiða flestar neysluvörur oní sig, meðan við þurfum að kaupa þær utan frá fyrir kolrangt skráð gengi á erlendum gjaldmiðli.
Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2008 | 17:22
Ég vil fá Davíð aftur í pólitík!
Hann virðist vera baráttumaðurinn sem þessi þjóð þarfnast, gefst aldrei upp!!. Ég hugsa að hann klægi í puttana að koma aftur í þingsal og hrista upp í honum. Það er fásinna að kenna honum um ástandið, það eru margir faktorar sem gera það að verkum að þetta fór svona, s.s.
63 þingmenn, fjármáleftirlitið, heims-lánsfjárkrísan, ónýtur gjaldmiðull sem þjóðin vildi ekki skuldsetja sig í, tók þess í stað erlend lán, sem buðust á öllum götuhornum. Seðlabankinn á líka sök á þessu, ekki er ég að draga úr þeirra vinnubrögðum, með aðhaldsleysi, ónógum gjaldeyrisforða, okru stýrivaxtatæki o.s.frv.
Mér finnst Davíð alltaf skemmtilegur gæi, það er ekki hægt að segja um marga svo mikið er víst. Ég hugsa að þó Davíð sæti við skriftir heima við, þ.e. væri ekki Seðlabankastjóri, yrði jafnmikið hlustað á hvert orð sem hann segði, og túlkað þvers og kruss af allri þjóðinni, það verður ekki sagt um margan stjórnmálamannin, s.s. eins og Össur, Ögmund, Valgerði o.s. frv. hún er fljótgleymd vitleysan sem kemur frá þessu liði.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2008 | 23:02
smekkmaður
Himinhátt verð fyrir ögrandi mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar