Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Byrjunin lofar ekki góðu, tók 6 mánuði að finna út hvar hann væri EKKI með skrifstofu

Ég er einn þeirra sem fylgist óhjákvæmilega með gríðarmiklum fréttaflutningi af húsleitum sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á kaupum Sheik Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Eitt atriði hefur vafist nokkuð fyrir mér og það er húsleitin í Samskipum. Samkvæmt fjölmiðlum virðast lögreglumennirnir sem fóru inn í Samskip hafa frétt það hjá starfsmönnum Samskipa að Ólafur Ólafsson hefði ekki skrifstofu í þar. Þeir hafi því yfirgefið svæðið með það sama. Ég spyr því: Þurfti sérstakur saksóknari ekki að koma með rökstudda kröfu um húsleit hjá Samskipum til að fá húsleitarheimild? Hvernig stendur á því að eftir margra vikna eða mánaða undirbúningsvinnu rannsóknarhóps sérstaks saksóknara hafi menn ekki vitað hvar Ólafur er með skrifstofu? Og jafnframt, að ef að Ólafur var ekki einu sinni með skrifstofu hjá Samskip, hver voru þá rökin fyrir húsleitinni þar. Var verið að blekkja dómarann, eða höfðu menn ekki fyrir því að kanna hvar maðurinn er með skrifstofu?

Einhver sagði að þessi viðskipti Kaupþingsmanna við Sjeikinn væru mjög flókin. Í því ljósi lofar þessi byrjun sérstaks saksóknara ekki góðu. En fall er vonandi fararheill


Höfundur

Svavar Guðmundsson
Svavar Guðmundsson

Lífið er brekka, en um leið og maður setur í hlutlausan þá rennur maður afturábak

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband