17.2.2009 | 19:35
Fara þá ekki innheimtufyrirtækin á vanskilaskrá!
Fara þá ekki innheimtufyrirtækin á vanskilaskrá, þegar þau missa tekjur sínar næstu misserin. Nógu djöf... hafa þau gengið hart að fólki, sl. mánuði, ásamt því að leggja prósentu innheimtuþóknun af skuldum oná skuldina. (sem er ekki heimilt frá 1.feb). Það yrði nú fínt og fyndið ef Intrum, Momentum og sambærilegir kollegar lentu á vanskilaskrá Lánstrausts!
Nú hefur það komið fram í umræðum og yfirlýsingum bankanna o.fl. að kröfuhafar gömlu bankanna, þ.e. erlendir kröfuaðilar fái ekki nema 20-30% upp í kröfur sínar á gömlu bankana. Eignir þeirra rýrnuðu til heljar, með miklum afskrifum o.s.frv. þegar menn opnuðu bækurnar. Með öðrum orðum, bankarnir gömlu ætla ekki að borga skuldir sínar, þess í stað færðu þeir eignir "sínar", sem eru skuldir okkar lántakenda hjá gömlu bönkunum, yfir í nýju bankanna og ganga hart fram í því að berja á okkur til greiðslu á því sem þeir telja að við skuldum þeim "eignir"sínar. Það verður að líta á þá staðreynd að þetta er til frumvarp er til mikilla bóta, þó ég hafi ekki verið hrifinn af þessu stjórnarmynstri í upphafi, en hverjir komu okkur í þetta? Það er greinilega verið að gera eitthvað áþreifanlegt, sem léttir lund landans. Persónulega vildi ég semja sjálfur við kröfuhafa gömlu bankanna og bjóða þeim mun betur en það sem þeim hefur verið boðið hingað til. Ég er til í að bjóða þeim 40-45% af kröfum þeirra í "eignum" mínum. Bjóði aðrir betur. Ég hlýt að standast aðþjóðlegt álagspróf þessara aðila, fyrst gömlu bankarnir stóðust það 12. september, 20 mínútum fyrir hrun, sem bankaverktakinn Fjármálaeftirlitið ehf, tók að sér að framkvæma fyrir þá, SVART.
Svigrúm skuldara aukið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning hvort við afskifum ekki skuldir okkar við bankana og semjum við lánardrottna þeirra um að skipta stimpilgjöldunum í krónubréf. Án gríns er þetta ekki galin tillaga hjá þér kæri Svavar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.2.2009 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.