29.1.2009 | 11:53
Aðferðafræði stjórnmálamanna
Ég er mjög hlynntur hvalveiðum og að hvalastofninn verði nýttur líkt of aðrar sjávarnytjar, fæðukeðjan er rofin, og hvalirnir eru efstir í henni. En það að Einar K. skuli hafa gefið út reglugerðina á útleið úr ráðuneytinu, kortéri fyrir brottför, lýsir vængbrotnu og spilltu stjórnkerfi, sem við höfum búið við í áratugi. Kannski er það, það sem við þurfum nú með þessari vinstristjórn að skapa ákveðið ójafnvægi í stjórnmálum og þ.a.l. stjórnsýslunni. Ímyndið ykkur Kolbrúnu Halldórs, sem sjávarútvegsráðherra, ég veit svo sem að það verður aldrei, en það er gott að láta ímyndunaraflið fara með sig út í ystu öfgar, til að geta hlegið. Hún verður sennilega umhverfisráðherra, þó svo mætti loka því ráðuneyti tímabundið að mínu mati.
Steingrímur og hans fólk hafa verið í stjórnarandstöðu svo lengi sem elstu menn muna, komast loks að þegar þjóðin er orðin gjaldþrota, segir þetta okkur e-h um stefnu þess flokks. Ég efast ekki um annað en að hann sé afar hungraður þessa dagana, við sjáum hvað hann gerir sem fjármálaráðherra, mér finnst fórnarkostnaðurinn í þessu stjórnmálabrölti óheyrilegur í ljósi pólitískra sérhagsmuna og algjörlega ósveignalegu embættismannakerfi og ónýtri stjórnsýslu.
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju viltu loka Umhverfisráðuneytinu tímabundið??
Illugi Már Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:47
Umhverfisráðuneytið á helst heima undir kirkjumálaráðuneytinu, og þá sem skúffa í trúarbragðadeild. Það sem máli skiptir í umhverfismálum getur svo skipst á milli ferðamála og matvælaráðuneyta.
Veðurstofa heldur svo áfram að segja okkur fréttir af veðri svo við þurfum ekki að fylgjast með nýjasta skjófatnaði Al Gore.
Ragnhildur Kolka, 29.1.2009 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.