Leita í fréttum mbl.is

Dýrasta útvarps útsending sögunar!

Ég brá mér til Spánar um daginn, í eina viku, sem er svosem ekkert sérstakt, það var það a.m.k. ekki fyrir nokkrum mánuðum.  Ég tók með mér tölvuna mína, án þess endilega að vita til hvers??  Það er nú bara svo.  Ég nota svokallað 3G lykil frá Símanum til að tengjast hérlendis.  Stundum hafa verið vandræði með nettenginguna hérlendis o.s.frv.  Það hefur reyndar komið þónokkuð oft fyrir að þessi 3G lykiltenging er afar óstöðug og hef ég þá hringt í þjónustuver Símans, hafa þeir þá spurt mig hvor ég sé ekki á höfuðborgarsvæðinu, því hún er mjög óstöðug á landsbyggðinni, sum staðar virkar 3G tengingin alls ekki á landbyggðinni. 

Aftur til Spánar þar sem frá var horfið, á föstudeginum 10 okt. ákvað ég að vita hvort ég gæti tengst e-h opnu neti á svæðinu, svo reyndist ekki vera, þannig í rælni ákvað ég að prófa hvort 3G netlykill símans myndi virka suður á Spáni, minnugur orða þjónustuvers Símans um notkunarmöguleikann á landsbyggðinni.  Jú, viti menn ég náði í gegn á Spáni í gegnum 3G netlykil símans.  Þar sem ég kom nú ekki til Spánar til að eyða tímanum á Internetinu, í raun hef ég skammtað mér fréttir allan tímann sem fjármálaóreiðan dundi yfir okkur (er ég mikill fréttafíkill í eðli mínu).  Faðir minn er blindur og er í hjólastól, þannig að hann vildi oftar en ekki vera á herberginu og hlusta á útvarpsfréttir, (sjónvarpsfréttir náðust ekki af e-h ástæðum).  Ég skildi/setti fréttaflutninginn og eða e-h annað útvarpsefni á fyrir hann eftir óskum hans, þetta var samt óveruleg hlustun að mínu mati, kannski 1-2 klst. á dag.

Nú bregður svo við að á Þriðjudeginu þann, 14 okt. fæ ég tilkynningu í gegnum farsímann minn að ég sé kominn umfram gagnanotkun á 3G lyklinum og lokað sé fyrir notkunina, sagt er í tilkynningunni að notkunin í krónum sé komin upp í 155.000 kr.  ég ákvað að gera ekkert í málinu á Spáni, en myndi skoða það er ég kæmi heim.  Ég hef síðan að leita svara í völundarhúsi Símans, eftir að heim var komið.  Ég veit ekki hvað ég þurfti að tala við marga, til að fá e-h útskýringar, en mig minnir að ég hafi talað við a.m.k. 5 starfsmenn símans.  Endaði síðan á þjónustulunduðum starsmanni sem heitir Magnús Karlsson, sem útskyrði fyrir mér að þeir keyptu þessa þjónustu svo dýra í gegnum gervinött o.s.frv. og ekkert væri hægt að gera, en hann bauðst til að skoða málið og hringja í mig fljótlega.  Ég óskaði einnig skýringa af hverju væri verið að innheimta fyrir gagnanotkun 3 daga eftir að lokunin átti sér stað, hann sagði skýringu vera að þetta væri lengi að skila sér inn, þ.e. gagnanotkunin.  Hann hringir síðan í mig viku síðar og reiðubúinn í ljósi viðskiptasögu minnar að veita mér 25% afslátt, sem ég þakkaði fyrir, en tjáði honum jafnframt að ég væri ósáttur við ennan óheyrilega kostnað við 25 innhringingar, auk þess að maður skildi ekki hafa verið varðaur við notkun 3G lykilsins í útlöndum, þegar ég ákvað að taka hann.  Það hefði ekkert mál verið fyrir starfsfólk Símans að segja, "passaðu þig að nota 3G lykilinn ekki í útlöndum", nóg er nú útskýrt fyrir manni tæknilegir og aðrir kostir í slíkri sölumennsku, hjá símafyrirtækjunum.  Hann benti mér að ég hefði átt að kynna mér 3G kostnaðarnotkunina á heimasíðu Símans.  Eflaust liggja mín mistök þar, hvað skyldu margir skoða heimasíðu þessara fyrirtækja, þetta eru nú ekki beint "sexý" síður, nóg auglýsa þeir ítarlega sína þjónustu. 

Semsagt reikningurinn fyrir 25 innhringinar (átta mig ekki á lengd notkunarinnar, enda er hún flestum óskiljanleg á reikningnum), frá föstudeginum 10 okt. fram á þriðjudagshádegi þann 14 okt. hljóðaði reikningurinn upp á hvorki minna en 188.298.- ísl. krónur.   Með þessari upphæð myndi ég geta greitt afnotagjöld RÚV í 6 ár, GSM símanotkun mína í rúmt ár, og svo mætti lengi halda áfram.

Ég hef verið hjá Símanum í 12 ár, alltaf í áskrift með sama númerið.  Ég mun gera úrslitatilraun til nauðasamnigsumleitana við Símann, eftir helgi, náist það ekki frekar, hyggst ég afsala mér frekari samskiptum við það ágæta fyrirtæki.

P.s.  Öðrum til fróðleiks varðandi símanotkun mína er sú að ég (tala reyndar óþarflega mikið í síma) er sú að ég setti símann minn á "silent" fyrir rúmum 5 árum, ástæðan er sú að ég ákvað að láta ekki símann minn stjórna mér, einu skiptin sem ég heyri í honum er þegar hann vekur mig og köttinn minn á morgnana. 

síminn 3G lykill notkun á Spáni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er svakalegt, ekki síst í ljósi þess að þjónustan kostar sama og ekkert, engin mannshönd kemur að vinnunni, þetta er allt sjálfvirkt milli tölva. Ætti ekki að kosta nema nokkrar krónur. Þetta er fjárplógsstarfsemi og ekkert annað.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.11.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svavar Guðmundsson
Svavar Guðmundsson

Lífið er brekka, en um leið og maður setur í hlutlausan þá rennur maður afturábak

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband